Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.8 C
Reykjavik

Enn er tveggja hunda leitað á Austurlandi: „Það er sem jörðin hafi gleypt þá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir setter-hundar sem struku frá Djúpavogi þann 9. desember síðastliðinn, hafa enn ekki fundist, þrátt fyrir mikla leit fjölmargra aðila á stóru svæði.

Settar-hundarnir Luna og Stitch struku frá umsjónarmanni sínum 9. desember og til að byrja með tóku þeir stefnuna suður. Þetta kemur fram í Austurfrétt. Síðast sást til þeirra á hlaupum í Geithelladal þann 11. desember en síðan hefur ekkert til þeirra spurst.

„Það er sem jörðin hafi gleypt þá,“ segir Ólöf Rún Stefánsdóttir umsjónarmaður hundanna í samtali við Austurfrétt. Segist hún þó ekki vera búin að gefa upp vonina um að finna þá félaga en mikill fjöldi tilbúinn að aðstoða við leitina.

„Þetta hefur vakið mikla athygli og það af hinu góða því fleiri sem vita af leitinni því betra. Það versta er að vita ekkert í hvaða átt þeir héldu frá Geithellum þar sem til þeirra sást síðast. Hvort þeir héldu sunnar eða fóru upp í fjöllin þaðan er alls óljóst. Það er þó ekki svo að öll nótt sé úti enn. Það er alveg þekkt að þessir hundar geta farið langar leiðir en samt skilað sér til baka. Þetta eru líka veiðihundar svo að þeir eiga að geta fundið sér æti ef svo ber undir.“

Þá vill Ólöf koma kærum þökkum til þeirra sem hafa hjálpað við leitina að hundunum frá fyrsta degi. Vonast hún til þess innilega að þeir finnist áður en jólin hefjast.

„Það væri hin allra besta jólagjöf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -