Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Erlent tökulið á Austurlandi – Clive Owen og Emma Corrin leika í morðgátu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um þessar mundir standa yfir tökur á þáttaröðinni Retreat á Austurlandi en mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni.

Samkvæmt Austurfrétt stóðu tökur yfir í gær á Lake Hotel Egilsstöðum en einnig hafa staðið yfir tökur í Vök Baths sem er í útjaðri Fellabæjar. Einnig hefur bílaflotinn sem fylgir framleiðslunni sést víðar um Austurlandi, þar á meðal á Seyðisfirði.

Mikil leynd er yfir framleiðslu þáttanna að sögn Austurfréttar en fáar upplýsingar fást um gang mála en heimildir Austurfréttar segja að tökur þáttanna hafi tafist talsvert vegna Covid og slæms veðurfars.

Um er að ræða svokallaða smá seríu (e. mini series) en þættirnir eru einungis þrír talsins. Fjalla þeir um unga stúlku sem boðið er í veislu milljarðamærings á sjaldförnum stað. Einn gestanna er svo myrtur og lendir það á stúlkunni að leysa morðmálið.

Stórleikarinn Clive Owen fer með eitt aðalhlutverkanna en einnig er hin efnilega Emma Corrin sem hefur verið að gera góða hluti í The Crown. Þá eru leikarar á borð við Alice Braga, Harris Dickinson og Joan Chen einnig í þáttunum. Aukaleikarar frá Egilsstöðum hafa einnig sést á setti þáttanna.

Að sögn Austurfréttar hafa tökur einnig farið fram á fleiri stöðum á landinu, þar með talið á lúxushótelinu Deplar á Norðurlandi og í Hörpu, Reykjavík.

- Auglýsing -
Vök bath við Fellabæ
Ljósmynd: guidetoiceland.is skjáskot

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -