Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Fáni Palestínu blaktir við Herðubreið: „Við þurfum stundum að þora en ekki þegja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um tveggja mánaða skeið hefur palestínski fáninn blakt við hún við félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði. Margt var um manninn á friðarstund sem haldin var síðastliðinn sunnudag í Seyðisfjarðarkirkju.

Það komst í fréttirnar þegar Reykjavíkurborg lét taka niður palestínska fánann sem ókunnugir stuðningsmenn þjóðarinnar í austri settu upp við Ráðhús Reykjavíkur á degi alþjóðlegrar samstöðu með Palestínu. Á hinum enda Íslands, hefur fáninn hins vegar fengið að blakta í um það bil tvo mánuði, við félagsheimili Seyðisfjarðar, Herðubreið.

„Við drógum fánann að húni fljótlega eftir að átökin hófust og við sáum í hvað stefndi.
Að setja hann upp er mín leið til að sýna einhvers konar stuðning. Við erum að verða vitni að hræðilegum atburðum. Við þurfum stundum að þora en ekki þegja en manni finnst maður hálf máttlaus í þessum aðstæðum, sérstaklega þegar ríkisstjórnin talar ekki máli manns,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, staðarhaldari í Herðubreið í samtali við Austurfrétt.

Þá segist hún finna fyrir samhug vegna fánans. „Það var kona hér í bænum sem gaf okkur fánann. Við höfum annars ekki fengin nein viðbrögð. Ég held við séum öll sammála um að það sem er að gerast, að heilli þjóð sé útrýmt fyrir framan nefið á okkur, sé hræðilegt.“

Sesselja kom að fjölmennri friðarstund í Seyðisfjarðarkirkju síðastliðinn sunnudag. „Félagið Ísland-Palestína hafði samband því það var alþjóðlegur mannréttindadagur og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 75 ára í ár. Í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri voru mótmæli og við vorum beðin um að vera með. Ég hafði samband við prestinn og við tókum annan pól í hæðina þar sem kveikt var á kertum og sögð falleg orð. Það var margt um manninn því eins og ég segi þá held á við séum öll sammála, óháð allri pólitík, um að ástandið sé hræðilegt. Þegar hafa verið drepin yfir 8.000 börn og 20.000 manns og reiknað með að 1.400 börn deyi milli jóla og nýárs ef átökunum linnir ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -