Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Farmurinn sem átti að fara til Úkraínu er kominn aftur til Íslands: „Hef aldrei áður lent í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríflega 3.000 tonnum af frosnum fiski var landað í Neskaupsstað nýlega. Um er að ræða varning sem átti að fara til Úkraínu en flutningsskipinu var snúið við vegna innrásar Rússa.

Ég er búinn að starfa hér í 40 ár og hef aldrei áður lent í þessu. Hér hefur frystum afurðum ekki verið skipað á land úr flutningaskipi á þeim tíma sem ég hef starfað hér,“ segir Heimir Ásgeirsson, yfirverkstjóri í frystigeymslum Síldarvinnslunnar (SVN) í Neskaupstað í samtali við Austurfrétt.

Um 3.300 tonnum af frosnum fiski hefur nú verið skipað aftur á land úr flutningsskipinu Silver Breeze en skipinu var snúið til baka á leið til Odessa í Úkraínu eftir að Rússland réðist á landið. Ekki tókst að finna lausn á vandamálinu og var skipinu af þeim sökum snúið aftur til Íslands en það hafði leitað vars undan ströndum Skotlands.

Alls tók það sex daga að skipa farminum en í honum var að finna frostna loðnu, síld og makríl, upp á land og inn í frystigeymslur SVN.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -