Fimm sóttu um stöðu slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Fjarðarbyggðar.
Staðan var auglýst í lok ágúst en vandræðagangur hefur verið með Slökkviliðsstjóra hjá sveitarfélaginu undanfarin ár en Mannlíf fjallaði um ólgu meðal undirmanna þáverandi slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra en sá síðarnefndi var sakaður meðal annars um kynferðislega áreitni. Eftir að ráðgjafafyrirtæki skilaði skýrslu um ástandið, stigu yfirmennirnir tveir til hliðar.
Sjá einnig: Uppgjör hjá slökkviliði Fjarðabyggðar – Tveir stíga til hliðar
Samkvæmt Austurfrétt var í auglýsingunni meðal annars krafist löggildingar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, farsællar reynslu af stjórnun slökkviliðs, leiðtogahæfni, mjög góðrar samskiptafærni og skipulagshæfileika.
Á Hrauni á Reyðarfirði er aðalstarfsstöð slökkviliðsins en alls eru starfsstöðvarnar fimm í sveitarfélaginu. Slökkvilið Fjarðarbyggðar er eitt fjögurra atvinnuliða á landiu þar sem starfsmenn sinna bæði slökkvistörfum og sjúkraflutningum, að því er fram kemur hjá Austurglugga.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Ívar Örn Þórðarson, slökkviliðsstjóri
Júlíus Albert Albertsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri
Leifur Andrésson Thomsen, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls
Sævar Magnús Egilsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður,
Vilberg Marinó Jónasson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður