Aðal íþróttafélögin í Fjarðabyggð hafa tekið þá ákvörðun að sameina enn frekar krafta sína á knattspyrnuvellinum og leita nú aðstoðar íbúa sveitafélagsins því nú vantar nafn á þetta nýja, óstofnaða félag.
Samkvæmt vefsíðu Fjarðabyggðar þarf nafnið að endurspegla metnað, sameiningarkraft og heiðarleika. Þá skal það vera þjált í munni, auðvelt til hvatningar og auðvitað standast íslenskar málvenjur.
Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að nafnið skal endurspegla metnað, sameiningarafl og heiðarleika. Það skal vera þjált í munni, auðvelt til hvatningar og standast íslenskar málvenjur.
Hægt er að senda inn tillögur hingað.
Verðlaunin sem í boði eru fyrir besta nafnið eru ekki af lakari gerðinni en þau eru eftirfarandi:
1. Inneignarkort hjá Veiðiflugunni
2. Árskort í sund og rækt hjá Fjarðabyggð.
3. Inneignarkort frá Sparisjóði Austurlands.
4. Þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo á veitingastaðnum Hótel Bláfelli.
5. Gistingu fyrir tvo á Hótel Breiðdalsvík
6. Gjafabréf frá Austurnudd.
Tekið verður við tillögum til og með 30. janúar 2022.