Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fjöldauppsögn áhafnar á Ísafirði – 17 skipverjar Stefnis IS missa vinnuna vegna kvótaniðurskurðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allri áhöfn skuttogarans Stefnis IS frá Ísafirði, 17 skipverjum á heildina, hefur verið sagt upp störfum. Fjöldauppsögnin var tilkynnt í gærkvöldi og er kvótaniðurskurður ástæðan sem útgerðarfélagið gefur upp.

Pétur Birgisson, skipstjóri Stefnis IS, staðfestir uppsagnirnar í samtali við Mannlíf. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um þær. „Það er alltaf leiðinlegt þegar svona er. Ég get vel ímyndað mér að mönnum í áhöfninni sé mjög brugðið, það vill engum vera sagt upp í vinnunni. Nú á að skera niður og minnka kvótann, það á að láta það bitna á áhöfninni,“ segir Pétur.

Það er Hraðfrystihúsið Gunnvör sem gerir út skuttogarann en útgerðarfélagið var síðast í fréttum vegna frægs Covid-túrs frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá var frystitogaranum sigld í land eftir að langstærstur hluti áhafnarinnar veiktist af Covid-19 á miðunum. Alls sýktust 22 af 25 manna áhöfn togarans.

Eftir að Júllinn fór í hinn fræga túr hafa 12 skipverjar hætt störfum og snúið sér að öðru. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs hættu tveir þeirra af öðrum orsökum en 10 beinlínis vegna þess hvernig útgerðin tók á málum.

Nú hefur útgerðarfélagið sagt upp heilli áhöfn á Stefni IS, togara sem hefur verið í samfelldri útgerð frá 1976 og virðist því áratugralangri útgerðarsögu hans við það að ljúka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -