Þriðjudagur 29. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Flateyringar á þorrablóti fóru svangir heim: „Ég fékk rúgbrauðsneið og smá harðfisk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Flateyringar sem fjölmenntu á þorrablót sitt, Stútung, fóru sumir hverjir svangir heim. Edinborg Bístró á Ísafirði tók að sér að annast matinn en svo virðist sem stórkostlega hafi verið vanáætlað hve mikið þyrfti að vera á boðstólum því tugir gesta fengu nánast engan mat. Í umræðum á Facebook kemur fram að 60 til 70 manns af rúmlega 200 manns hafi gripið í tómt og fóru svangir heim af hátíð sem haldin hefur verið í 90 ár og er þekkt fyrir að nóg sé á boðstólum af gæðamat og skemmtiatriðum. Árið 2024 kvað við annan tón og margir eru reiðir. „Ég fékk rúgbrauðsneið og smá harðfisk,“ sagði einn gestanna í athugasemd og taldi að tugir annarra gesta hefðu verið í sömu stöðu. 

Við viljum biðja ykkur öll afsökunar

Gríðarleg óánægja varð vegna þessa. Vertar Edinborg Bístró báðust í framhaldinu opinberlega afsökunar á klúðrinu.
„Kæru Flateyringar og aðrir gestir Stútungs. Við viljum biðja ykkur öll afsökunar á því hvernig þetta fór. Okkur þykir þetta mjög leitt. Með vinsemd og virðingu. Siggi og Sædís,“ skrifuðu þau í orðsendingu til gestanna.
Sömu aðilar sáu um matinn á árlegu þorrablóti í Holti í Öndundarfirði. Þar var nóg að borða og fóru gestir heim með afganga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -