Akureyrarbær hefur sagt upp forstöðumanni umhverfis- og sorphirðumála en hún hefur verið í leyfi eftir að ásakanir komu fram um kynferðislega áreiti á árshátíð sem átti sér stað í fyrra.
RÚV greinir frá þessu og segir að málið hafi verið í ferli hjá Akureyrarbæ og að fleiri hafi stigið fram og sagt frá vafasamri hegðun forstöðumannsins. Yfirmaður konunnar vildi ekki tjá sig við RÚV um uppsögnina.
Sorphirðumálin á Akureyri hafi verið í sviðljósinu að undanförnum eftir að bæjarfélagið skipti út tunnum íbúa í framhaldi þess að ný reglugerð um flokkun var sett. Mikil óánægja ríkir um slíkt hjá bæjarbúum samkvæmt RÚV. Þá var einnig greint frá því að barnsfaðir forstöðumannsins, sem nú hefur verið sagt upp, hafi verið ráðinn ráðgjafi í endurvinnslumálum. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs lét hafa eftir sér að það hafi verið mistök að gerð í þeim málum vegna tengsla mannsins við forstöðumanninn.