Sunnudagur 29. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Gabríel snýr aftur heim: „Tækifærin eru alveg jafn einstök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptafræðingurinn Gabríel Ingimarsson hefur snúið aftur heim til Hríseyjar eftir nokkra ára dvöl í burtu en hann hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í fjármáladeild Össurar. Gabríel hefur ákveðið að snúa aftur til Hríseyjar til að taka við sem rekstarstjóri Hríseyjarbúðarinnar.

„Það er gríðarlega verðmætt að fá tækifæri að snúa aftur í Hrísey og taka við rekstri verslunarinnar. Það hefur verið mikill uppgangur í Hrísey og ég er ánægður að geta tekið þátt í og stuðlað að því, í litlu samfélagi munar um allt og ég er spenntur að leggja mitt lóð á vogarskálarnar,“ sagði Gabríel í tilkynningu um málið en búðin var stofnuð árið 2015 og eru eigendur hennar nú 79 talsins. Margir líta á hana sem samfélagslegt verkefni.

„Verslunin er opin allt árið og er þar einnig rekin afgreiðsla fyrir Póstinn, mannlegur hraðbanki, afhendingarstöð fyrir Vínbúðina og sjálfsafgreiðsluverslun utan opnunartíma,“ segir í tilkynningunni.

„Það eru mörg spennandi tækifæri í rekstri Hríseyjarbúðarinnar til að bæta þjónustu við íbúa jafnt sem sumarhúsaeigendur og ferðamenn. Rekstri sjálfstæðra verslana á landsbyggðum Íslands fylgja einstakar áskoranir en tækifærin eru alveg jafn einstök og huga þarf sérstaklega að því að auka og tryggja rekstrarstoðir Hríseyjarbúðarinnar til lengri tíma,“ bætir Gabríel við í lokin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -