Í gær færðu Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri skurðstofum stofnunarinnar formlega tvær spánýjar speglunarstæður sem munu taka við af þeim sem fyrir voru en þær voru komnar til ára sinna.
Akureyri.net segir frá málinu en speglunarstæður eru notaðar til að gera ýmiskonar aðgerðir þar sem hægt er að komast af með litla skurði. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu veita hinar nýju speglunarstæður bestu mögulegu tækni til að meðhöndla vandamál við góðar og öruggar vinnuaðstæður. Þetta tryggir enn betur öryggi sjúklinga.
Stæðurnar virka þannig að myndavél er stungið inn í líkamshol auk áhalda. Slík inngrip eru framkvæmt í aðgerðum í til dæmis kviðaholi, botnlanga, kvenlíffærum, á gallblöðru, smágirni og risti, auk þess sem þær notast í liðspeglanir, legholsspeglanir, blöðruspeglanir, maga- og ristilspeglanir og aðgerðir á nýrnasteinum.
Samkvæmt Akureyri.net kostuðu speglunarstæðurnar tvær 28 milljónir króna.