Föstudagur 13. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Geðlæknir metur meintan morðingja í Neskaupstað alvarlega veikan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri er sagður samkvæmt áfrýjuðum úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhald vera alvarlega veikur að mati geðlæknis.

Í úrskurðinum segir geðlæknir að maðurinn sé hættulegur öðrum og þurfi að sæta öruggri gæslu á viðeigandi stofnun. „Hann þurfi jafn­framt að fá sér­hæfða meðferð til lengri tíma í ljós al­var­leika veik­inda sinna og hversu lang­vinn og inn­gró­in þau virðist vera,“ er meðal annars skrifað um manninn.

Þá kemur einnig fram að samkvæmt gögnum lögreglu hafi verið mikið af ætluðu storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins. Þá hafi hann verið með eigur fólksins í fórum sínum.

Neitar fyrir að bera ábyrgð

Í yfirheyrslum á maðurinn að hafa viðurkennt að hafa verið á heimili fólksins í Neskaupstað en hafnaði því alfarið að bera ábyrgð á andláti þess heldur hafi þau verið látin þegar hann mætti til þeirra. Útskýringar hans á af hverju hann lét ekki vita af andlátinu voru hins vegar ekki metnar trúverðugar.

„Þá munu niður­stöður líf­sýn­a­rann­sókna liggja fyr­ir en beðið er eft­ir niður­stöðum blóðferla­skýrslu tækni­deild­ar lög­reglu sem eru að sögn sókn­araðila vænt­an­leg­ar á næstu dög­um. Skýrsl­ur um krufn­ingu liggja ekki fyr­ir en munu jafn­framt vera vænt­an­leg­ar á næstu dög­um,“ stendur einnig í úrskurðinum en talið er að rannsókn málsins sé að mestu lokið.

- Auglýsing -

Maðurinn þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sitja í áframhaldandi varðhaldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -