Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Golfvöllurinn í Grindavík opnar að fullu: „Það er eng­in hætta hér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Opnað hefur verið fyrir spilamennsku á öllum brautum á Húsatóftavelli í Grindavík en spilamennska á sumum brautum var takmörkuð um nokkurt skeið vegna jarðhræringa og eldgosa á Suðurnesjum.

„Það er eng­in hætta hér, við vær­um ekki með opið ef þetta væri hættu­legt. Við höf­um verið í nánu sam­starfi við al­manna­varn­ir og það er búið að jarðvegs­skanna all­an völl­inn, þannig að ég get full­yrt það að við erum senni­lega ör­ugg­asti golf­völl­ur­inn á Íslandi, þótt víðar væri leitað,“ sagði Helgi Dan Steins­son, fram­kvæmda­stjóri Golf­klúbbs Grinda­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Helgi segist vera bjartsýnn á að geta haldið öllum brautunum opnum svo framarlega sem það fari ekki að gjósa aftur. Þá sé völlur í frábæru standi en lítið hafi þurft að laga eftir jarðhrær­ing­arn­ar. Helgi segir þó að aðsóknin hafi ekki verið góð undanfarna mánuði en vonast eftir að hún aukist.

„Þar blas­ir við stór­kost­legt út­sýni yfir nýja hraunið og það er æv­in­týra­ferð að heim­sækja okk­ur,“ sagði Helgi að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -