Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Gripið til dagsekta vegna olíumengunar á Eskifirði – Hafa ítrekað hundsað kröfur HAUST

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur nú gripið til dagsekta á fyrirtækið Mógli ehf á Eskifirði, en fyrirtækið hefur ekki brugðist við ítrekuðum kröfum HAUST um tafarlausa hreinsun á olíumenguðum jarðvegi á tveimur lóðum.

Í lok júlí var þess krafis að Mógli ehf myndi umsvifalaust hreinsa talsvert olíumengaðan jarðveg á lóðum að Strandgötu 59 og 61 á Eskifirði. Þess var aukreitis krafist að báðir húsageymar staðanna yrðu fjarlægðir strax og þeim fargað. Fyrirtækið fékk viku til að bregðast við kröfunni.

Samkvæmt Austurfrétt hundsaði fyrirtækið fyrirmælin algjörlega en á næsta fundi HAUST sem haldinn var í byrjun september var ákveðið að veita fyrirtækinu viðbótarfrest til 13. september, þrátt fyrir að í fyrstu hafi verið krafsti tafarlausrar hreinsunar. Sá frestur leið án þess að eigendur Mógli sýndu áhuga á að bæta úr ráði sínu.

Þann 17. október síðastliðinn var því ákveðið á fundi HAUST, að leggja á fyrirtækið dagsektir frá og með deginum í dag. Er fyrirtækinu gert að greiða 20. þúsund krónur á degi hverjum þar til farið hafa fram úrbætur.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -