Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Guðnakleif á Glissu til heiðurs forsetanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklega eini þjóðhöfðingi landsins sem klifið hefur fjallið Glissu sem

Glissa er tignarlegt V-laga fjall. Gönguleið upp er hægra megin á myndinni.
Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

stendur á mörkum Reykjafjarðar syðri og Ingólfsfjarðar í Árneshreppi. Guðni gekk á fjallið á dögunum í boði Ferðafélags Íslands. Við það tækifæri var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir stuðning við félagið og útivist almennt. Þá þykir Guðni hafa sinnt lýðheilsumálum af alúð. Ferðafélag Íslands stikaði þann hluta leiðarinnar árið 2019 sem er utan vegar fyrir nokkrum árum. Félagið hefur farið með nokkur hundruð manns á fjallið allt frá árinu 2017.

Glissa, forseti, gullmerki
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerki félagsins.
Mynd: Reynir Traustason.

Glissa þykir vera dulmagnað fjall. Tilgáta er um að einstakt nafn fjallsins sem er í laginu eins og V sé dregið af orðunum gleið skessa. Á hæsta tindi Glissu í 714 metra hæð er klettaborg þaðan sem þverhnýpi er suður af. Guðni forseti stillti sér upp ofan við þverhnýpið án þess að sýna minnstu merki um ótta. Efsti drangur Glissu var við það tækifæri nefndur Guðnakleif til heiðurs forsetanum.

Erfitt fyrir lofthrædda

Gönguleiðin á Glissu er nokkuð þægileg en löng. Alls er leiðin um 13 kílómetrar, fram og til baka. Hækkun er um 500 metrar. Lagt er upp frá Eyrarhálsi sem tengir Ingólfsfjörð og Trékyllisvík. Framan af liggur gönguleiðin um svonefndan Smalaveg sem liggur upp á Trékyllisheiði og þaðan alla leið á Bjarnarfjarðarháls. Leiðin liggur um Staurabrekku við rætur Eyrarfjalls sem tígulegt stendur við hlið Glissu. Á hæðinni tekur við stikuð leið alla leið á efsta tind Glissu. Leiðin liggur um melöldur og var áður villugjörn í þoku. Farið er ofan við gil við fjallsrætur. Leiðin í gegnum skörðótta klettaborg er nokkuð torfarinog reynist lofthræddum gjarnan erfið. Hún nefnist Unnarskarð til heiðurs Unni Pálínu Guðmundsdóttur frá Munaðarnesi  sem kynnti greinarhöfundi þessa gönguleið. Gjarnan er sett upp lína þar til að tryggja öryggi fólks.

Guðni Th. á Guðnakleif ásamt göngufélaga.

Ofan við Unnarskarð er leiðin á toppinn greið. Í björtu er útsýni af Glissu alla leið norður á Hornbjarg og suður að Eiríksjökli. Enginn sem stígur fæti á efsta tind Glissu er ósnortinn. Glissa a er sannkölluð drottning Árneshrepps.

- Auglýsing -

 

Glissa, Ferðafélag Íslands, Forseti
Við uppöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG
Unnur Pálína Guðmundsdóttir og Guðrún Gunnsteinsdóttir í fyrstu ferð Ferðafélagsins á Glissu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -