Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Guðni forseti skrapp út að skokka í Reykjanesbæ: „Hreint loft er gulls ígildi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson notaði tækifærið þegar hann átti erindi í Reykjanesbæ á dögunum og fór út að skokka. Þar heillaði veggjalist Guðna sem og fallbyssan frá Landhelgisgæslunni fyrir framan Duus-húsið.

„Um helgina hafði ég óvænt nægan tíma en nýtti hann ekki í neitt nema dívans dorm (eins og segir í gömlu lagi Stuðmanna) þar til ég dreif mig út að hlaupa, átti erindi í Reykjanesbæ og skokkaði um bæinn og út fyrir eins og meðfylgjandi sjálfur sýna. Hreint loft er gulls ígildi. Listaverkið á útveggnum gladdi mig mjög, gaf manni kraft á lokakaflanum, rétt eins og fallbyssan frá Landhelgisgæslunni fyrir framan Duus-hús. Gaman var líka að sjá margt fólk á ferð, gangandi og hlaupandi. Alltaf er gott að líta við suður með sjó,“ skrifar Guðni forseti á Facebook síðu embættisins.

Guðni við fallbyssuna við Duus hús.
Mynd: Facebook

Forsetinn minnir í færslu sinni á átakið „Slöbbum saman“ sem miðar að því að fá fólk til þess að fara út og hreyfa sig. Aukreitis minnist Guðni á handboltann en talar svo í lok færslunnar um Covid-19 faraldurinn.

„Í síðustu viku tóku hertar sóttvarnir gildi og vara fram í byrjun febrúar. Við þreyjum þorrann þannig. Sem fyrr getum við Íslendingar þakkað fyrir að hér býr fólk sem vill leggjast saman á árarnar þegar þörfin krefur, fólk sem kynnir sér mál og kemst að upplýstri niðurstöðu. Um leið fer fram stöðug umræða um kosti og galla aðgerða hverju sinni og sem betur fer bendir flest til þess að sá vágestur, sem við er að eiga, veikist með tímanum. Varnir hljóta að taka mið af því.

Góðar stundir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -