Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Hænur greindust með fuglaflensu á Reykjum – Ólíklegt að þær hafi smitað aðra alifugla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fuglaflensa greindist í heimilishænum á bænum Reykjum á Skeiðum þann 15. apríl síðastliðnum en sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöðinni HÍ að Keldum. Var þetta staðfest í gær.

Samkvæmt bb.is voru hænurnar með sjúkdómseinkenni sem bentu sterklega til að um fuglaflenslu væri að ræða. Þá hafði fuglaflensa greinst í hrafni nokkrum dögum áður en hann fannst dauður á bænum.

Sýnin verða send erlendis og rannsökuð frekar, til að mynda skal rannsaka meinvirkni og má búast við niðurstöðu í næstu viku.

Hænurnar eru taldar hafa smitast af villtum fuglum og er ólíklegt talið að þær hafi smitað aðra alifugla en Matvælastofnun mun kanna það nánar. Mikilvægt er að eigendur alifugla á svæðinu fylgist náið með fuglum sínum og tilkynni tafalaust til Matvælastofnunar ef sjúkdómseinkenni eða dauða ber að garði.

Ítrustu sóttvarna skal gætt er villtir fuglar eru handleiknir, hvort sem þeir eru dauðir eður ei en hræ skulu annað hvort látin vera eða fjarlægð í plastpoka án þess að þau séu snert berum höndum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -