Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hætta á skriðuföllum enn til staðar á Suðurlandi: „Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veðurstofan bendir á áframhaldandi hættu á skriðum á Suðurlandi í tilkynningu sem hún sendi frá sér í morgun.

Miklar leysingar hafa átt sér stað á sunnan- og vestanverðu landinu síðasta sólarhring, samfara mikilli úrkomu, hlýindum og hvassviðri. Vatnavextir hafa verið í ám og lækjum á þessum svæðum, en eftir miðnætti dró verulega úr úrkomu vestan til á landinu og dregur því hratt úr hættunni þar. Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu á sunnanverðu landinu fram eftir degi, sérstaklega í grennd við Eyjafjalla-, Mýrdals- og Öræfajökul,“ segir í tilkynningunni. Tekið er þó fram að dregið hafi úr krapaflóðahættu.

Veðurspáin gerir ráð fyrir að það stytti upp seinni partinn í dag samkvæmt Veðurstofunni og að það fari að kólna. Því ætti að draga úr hættu á skriðuföllum.

„Gera má ráð fyrir svölu veðri þriðjudaginn 10. desember, en á miðvikudagsmorgun kemur önnur lægð upp að sunnanverðu landinu. Úrkomumagnið í þeirri lægð er ekki á pari við veðrið sem nú er að ganga yfir.“

Tvær tilkynningar hafa borist Veðurstofunni í dag og í gær. Fyrri féll á Eyrarhlíð á Vestfjörðum. Sú seinni féll við Gemlufallsheiði og lokaði veginum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -