Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Hatursglæpur framinn á Akureyri: „Náttúrlega bara mjög sorglegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hatursfullt fólk heldur áfram að fremja hatursglæpi.

Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ, greinir frá því að skemmdarverk hafi verið unnið á regnbogatröppum í fyrrinótt. Tröppurnar liggja að Rósenborg, sem er félagsheimili á Akureyri. Slík skemmdarverk eru oft rannsökuð sem hatursglæpir gagnvart hinsegin fólki.

„Það er náttúrlega bara mjög sorglegt að fólk geti ekki leyft þessum regnbogalitum og fánum að vera í friði. Ég sé ekki hvernig það skaðar nokkurn einasta mann þó það séu regnbogalitir einhvers staðar,“ sagði Linda í samtali við RÚV um málið en um helgina voru framin álíka skemmdarverk í Reykjavík.

„Já, ég hugsa að það gæti alveg einhver hafa fengið hugmyndina eftir fréttirnar frá Reykjavík.“

Linda vonast til þess að gerendur sjái að sér og leiti sér aðstoðar.

„Það væri náttúrulega frábært ef að sá eða þeir sem gera þetta, hafi samband við okkur. Þeim er velkomið að koma og hjálpa okkur að hreinsa til eftir sig og það verða engir eftirmálar af því. Við ræðum bara málið í góðu tómi og erum mjög spennt fyrir því að heyra hvað það er sem veldur, hvers vegna sér fólk sig knúið til að gera svona,“ sagði Linda.

- Auglýsing -

 

Skemmdarverk - Mynd: Linda Björk Pálsdóttir
Skemmdarverk á Akureyri – Mynd: Linda Björk Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -