Laugardagur 14. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hatursorðræða í Hveragerði: „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það blasti ljót sjón við íbúum Hveragerðis í morgun þegar kom í ljós að unnin hefðu verið skemmdarverk á regnbogafána sem hafði verið málaður á götu þar í bæ í tilefni Hinsegin daga sem fara nú fram. Fáni nasista var meðal þess sem málað var á Pride-fánann.

Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, segir málið vera ömurlegt en hatursorðræða var rituð á fánann. Hann segir að íbúar bæjarsins standi með hinsegin fólki. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn,“ sagði bæjarstjórinn við Vísi.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er vitað hver stendur á bak við hatrið. Bæjaryfirvöld muni mála yfir skemmdarverkin. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því. Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -