Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Haukur um Heimskautagerðið: „Verkið er byggt á lík­ani og teikn­ingum frá mér- virða ber rétt minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er mér afar þung­bært að aðstand­endur verks­ins vilji sölsa undir sig hug­mynd mína og gera lítið úr og breyta hug­verki mínu. En það er ótækt að vinna með aðstand­endum þegar svona er farið að.

Það verður að ná sáttum og allra fyrsta skrefið í því er að stjórn heim­skauts­gerð­is­ins við­ur­kenni ský­laust að þarna er um mitt höf­und­ar­verk að ræða og að virða beri höf­unda- og sæmd­ar­rétt minn. Við eigum jú sam­eig­in­legt mark­mið, og það er að verkið rísi full­klárað.“

Í frétt á MBL árið 2004 var gerð skil á hugmyndinni. Þar segir:

„Hugmyndin er u.þ.b. sex ára gömul, er Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri á Hótel Norðurljósum, fór að velta fyrir sér hvernig hægt væri að fanga sólarljósið á þessum sérstæða stað, þar sem sjóndeildarhringurinn er hreinn í 360°. Hann reifaði þessi mál við nokkra listamenn og Haukur Halldórsson fékk strax áhuga og kom norður á Raufarhöfn til að skoða aðstæður. Melrakkaásinn ofan við þorpið var eins og sniðinn fyrir hugmyndina. Þeir Erlingur og Haukur skiptust á hugmyndum í nokkur ár. Haukur gerði nokkur líkön og skissur, þar til þeir voru orðnir ásáttir um hvað hugmyndin ætti að ganga langt.“

- Auglýsing -

Heimskautagerðið – Hluti af tímabilum goðanna

Heimskautsgerðið er um 50 metrar í þvermál, 6 metra há hlið vísa til höfuðáttanna.  Í miðju hringsins er 10 metra há súla  á fjórum stöplum, sem áform eru uppi um að skarti kristaltoppi sem brýtur sólarljósið og varpar geislum sólar um allt Gerðið.  Fjórir skúlptúrar eru inní Gerðinu hvert með sínu sniði. Pólstjörnubendir sem vísar á Pólstjörnuna.  Hásæti sólar þar sem birtan í ákveðinni stöðu boðar sumarkomu. Geislakór er rými á milli hárra stöpla þar sem hægt  verður að setjast niður, tæma hugann og endurnýja orku sína.  Altari elds og vatns sem virkjar frumkraftana.

Inn í Gerðinu verður árhringur dverga, steinar sem hver um sig tákna ákveðinn dverg.  Þessir dvergar eru alls 72 talsins og er getið í íslenskum fornbókmenntum.  Með þeim fjölda á hver dvergur sitt „vik“ í árinu, ef miðað er við 5 daga viku.  Með því að tengja nöfn dverganna við árstíðir, eins og til dæmis nafnið Vetrarfaðir á fyrsta vetrardag þá ganga nöfnin upp eftir því hvar í árinu þeir lenda sem myndar 72 vikur.

Árhringur dverga er þannig orðinn einskonar almanak, þar sem hver dvergur ræður 5 dögum.  Til dæmis Várkaldur í viku vors, Bjartur í viku sumars þegar nætur eru bjartar og Dvalinn í haustviku þegar allt leggst í dvala fyrir veturinn. Enginn hefur getað útskýrt tilurð eða hlutverk dverganna í Völuspá nema þeirra Austra, Vestra, Norðra og Suðra, sem halda uppi himninum.

- Auglýsing -

Í hugmyndafræði Heimskautsgerðisins hefur öllum dvergum verið gefið hlutverk og þeir verið persónugerðir.  Þannig er hægt að tengja dvergana við afmælisdaga og mynda tengsl við þá. Dvergarnir eru svo hluti af tímabilum goðanna sem eru gömlu mánuðirnir.  Þegar á árið er litið sést að það eru 6 dvergar sem tilheyra hverjum (gamla) mánuði og hver mánuður tilheyrir ákveðnu goði.

Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri, á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum, þannig að miðnætursólin sést frá suðurhliði gegnum miðsúlu og norðurhlið, á sama hátt og sólarupprás sést frá vesturhliði í gegn um miðsúlu og austurhlið.  Samspil ljóss og skugga sýnir eyktamörkin.
Heimskautsgerðið er 50 km frá Kópaskeri, 54 km frá Þórhöfn og 154 km frá Húsavík. Hér má sjá leiðina.

Verkið er byggt á lík­ani og teikn­ingum frá mér

Haukur L. Halldórsson, höfundur að Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn, tjáir sig í fyrsta sinn um deilur um höfundar- og sæmdarrétt á verkinu í opnu bréfi.

Nú, í byrjun árs 2022 er ég í ákaf­lega und­ar­legri stöðu gagn­vart hug­mynd minni að Heim­skauts­gerð­inu sem er að rísa við Rauf­ar­höfn. Sú hug­mynd tók á sig mynd þegar ég var að gera líkan að Eddu­heimum í kringum árið 2003.

Líkanið var gert í Straumi þar sem ég var með vinnu­stofu, en við Sverrir Örn Sig­ur­jóns­son vinur minn mynd­uðum saman Vík­inga­hring­inn ehf. á þessum sömu árum.

Líkanið var um 10fm með öllum þeim útskýr­ing­um, nöfnum og teng­ingum milli heima sem ég gat upp­hugsað eftir að hafa lesið skrif Snorra, vit­an­lega hið mikla kvæði Völu­spá og rit ann­arra því tengdu. Þetta er efni­viður sem mér hefur verið hug­leik­inn alla mína starfs­tíð.

Haukur við líkan sem hann gerði af víkingaþorpi frá 2002 (þarna er þessi hugsun með hlið í höfuð áttir, eins og vé. Mynd: Gunnar Halldórsson

Morg­un­blað birti umfjöllun þann 5. des­em­ber s.l. þar sem blaða­maður talar við dóttur mína Gunn­hildi Hauks­dóttur og við Guð­nýju Hrund Karls­dótt­ur, sem veitir félagi um Heim­skaut­gerðið for­mennsku. Þar lætur sú síð­ar­nefnda í veðri vaka þáttur minn sé minni­hátt­ar. Að stjórn hafi ítrekað reynt að leita sátta og hafi þurft að kalla til verk­fræð­inga og aðra hönn­uði svo verkið gæti orðið að veru­leika, og vilja þess vegna ekki sam­þykkja að ég sé höf­undur verks­ins, og virð­ist vilja gera lítið úr hug­verki mínu.

Ég vil árétta að verkið er byggt á lík­ani og teikn­ingum frá mér, er mitt hug­verk og það hefur aldrei staðið á mér að veita ráð­gjöf um verk­ið. Það hefur hins­vegar aldrei verið haft sam­band við mig.

Heimildir:

Kjarninn. Slóð.

Mbl. Slóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -