Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Heimamenn ræða aðgerðir vegna Vatnsnesvegar: „Sagði Innviðaráðherra ekki örugglega àfram veginn?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri og bóndi,  skrifaði færslu á Facebook sem vakið hefur athygli. Snýr færslan að hriklalegum vegakafla í Húnaþingi vestra.

Guðrún Ósk hefur um árabil verið í hópi þeirra sem kvarað hafa undan Vatnsnesvegi en um hann þurfa börn á svæðinu að keyra á leið í skólann á veturnar. Vegurinn er einn sá allra versti á landinu öllu en lengi hefur verið talað um úrbætur en enn bólar ekki á þeim. Færsla Guðrúnar Óskar er hér að neðan:

„Það verður gaman fyrir skólabörnin að ferðast um Vatnsnesveginn í haust. Sagði Innviðaráðherra ekki örugglega àfram veginn? Honum er boðið hér með að keyra þennan veg bæði áfram og aftur á bak ef hann vill.

Ég vil árétta enn á ný að samkvæmt nýrri samgönguáætlun eiga börn eftir að keyra þennan veg alla sína skólagöngu áður en til gagngerra endurbóta kemur.“

Eins og sjá má er smá veg að sjá þarna en aðallega holur.

Í samtali við Mannlíf sagði Guðrún Ósk að hún eigi sjálf börn sem þurfa að ferðast þennan veg en þó séu þau heppnari en mörg önnur því þau búi nær skólanum.

„Frá mínu heimili ferðast börn bæði í leik- og grunnskóla. Ég bý svo vel að það er ekki nema 16 km sem þau þurfa að ferðast en nokkur börn þurfa að fara mun lengri vegalengdir en það. Á góðum degi er ég um 13 mínútur að keyra kaflann þar sem er malarvegur en sá tími tvöfaldast þegar vegurinn er í slæmu standi. Það þýðir að þau börn sem þurfa að keyra hvað lengsta vegalengd fara yfir þau tímamörk sem þeim er, lögum samkvæmt, heimilt að ferðast í bíl til að komast í skóla. Þess fyrir utan er ferðin ömurleg fyrir þau því bíllinn hristist alla leiðina með tilheyrandi óþægindum.“

Guðrún Ósk segir að heimamenn séu farnir að ræða mögulegar mótmælaaðgerðir til að knýja fram breytingar.

„Núna hefur komið upp umræða að halda börnunum heima eða hreinlega standa fyrir aðgerðum þar sem öðrum en heimamönnum verður meinað að keyra um veginn. Við vitum ekki alveg hvað við getum gert til þess að stjórmálamenn taki til gagngerar endurskoðunar forgangsröðun í vegamálum.“

- Auglýsing -

Segir hún skilja það að víða þurfi að bæta úr í vegakerfi landsins en þarna sé um að ræða börn sem þurfi að lifa við þessa hörmung.

„Við erum svo sannarlega ekki þau einu sem erum að bíða eftir því að fá úrbætur en á meðan horfum við upp á uppbyggingu á vegum þar sem ekki er sami umferðarþungi og hjá okkur og ekki börn sem þurfa að komast leiðar sinnar. Við viljum sjá að börnin okkar sem eru núna að byrja í leik- og grunnskóla eigi von um að keyra við viðunandi aðstæður en ekki að þessi hörmung bíði þeirra alla þeirra skólagöngu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -