Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri mótmælir harðlega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri er afar ósátt og mótmælir harðlega þá skerðingu aflaheimilda til strandveiða sem Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið.

Það var í desember síðastliðnum að Svandís Svavarsdóttir ákvað að skerða heimildir strandveiðibáta um 1500 tonn frá því sem áður hafði verið ákveðið. Í heild verða því heimildir strandveiðibáta alls 8500 tonn næsta sumar en inni í þeim tölum er almennur byggðakvóti.

Í frétt Austurfréttar kemur fram að heimastjórnin bendi á að þetta komi sér afar illa fyrir litlum sjávarbyggðum eins og Borgarfjörð eystri enda hafi ungir menn látið til sín taka í smábátaútgerð undanfarin ár á staðnum. Mun skerðingin koma sér afar illa niður á öllum íbúum Borgarfjarðar eystri því stór hluti alls landaðs afla þar kemur frá strandbátum. Þá gagnrýnir heimastjórnin þá ákvörðun að ekki séu tryggðir 48 dagar til strandveiða ár hvert.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -