Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Heimsmet slegið á Seyðisfirði – Yfir þrjú þúsund tonn: „Hef aldrei heyrt um stærri loðnufarm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stærsti loðnufarmur sem nokkurt skip á Íslandi hefur veitt, var landað á Seyðisfirði í fyrradag. Mögulega er um heimsmet að ræða.

„Þetta er stærsti loðnufarmur sem hingað hefur borist og ég hef reyndar aldrei heyrt um stærri loðnufarm,“ segir Eggert Ólafur Einarsson verksmiðjustjóri Síldarvinnslunnar í samtali á vefsíðu félagsins. Farmurinn er 3.211 tonn að þyngd og var það Börkur NK-122 sem landaði honum á Seyðisfirði í fyrradag. Austurfrétt sagði frá málinu í gær.

„Já, við lönduðum rétt tæpum 3.211 tonnum af loðnu úr Berki í gær. Þetta er stærsti loðnufarmur sem hingað hefur borist og ég hef reyndar aldrei heyrt um stærri loðnufarm. Beitir hefur nokkrum sinnum landað hér yfir þrjú þúsund tonna förmum en það hefur ávallt verið kolmunni. Það gekk vel að landa í gær og vinnslan gengur ágætlega en auðvitað vill maður alltaf að þetta gangi örlítið betur en það gerir,“ segir Eggert.

Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóri í fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað er annar viðmælandi á vefsíðunni en er hann þar spurður hvort hann kannski við stærri loðnufarm.

„Nei, ég hef aldrei heyrt um stærri loðnufarm. Samkvæmt Fiskistofu landaði Beitir hjá okkur 3.117 tonnum í byrjun mars 2017 og þá var því haldið fram að um heimsmet væri að ræða. Síðan hefur Beitir einu sinni landað kolmunnafarmi sem var 3.220 tonn. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri stærsti loðnufarmur sögunnar,“ segir Hafþór.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -