Helgi Björns mætir á Strandir um helgina. Hann mun koma fram á kvöldvöku í Fjárhúsinu á Valgeirsstöðum á föstudagskvöldið. Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferðir um helgina á Glissu og Urðartind, þátttakendum að kostnaðarlausu., Hátíðin um helgina hefst á fimmtudaginn kl. 17:30 þegar haldið verður í stutta göngu. Á föstudeginum verður síðan gengið á Glissu og farið í sjóbað og sund eftir gönguna. Klukkan 20 um kvöldið stígur Helgi á svið ásamt Stefáni Magnússyni gítarleikara.
Á laugardaginn kl. 09:00 verður gengið á Urðartind. Leiðsögn í boði Ferðafélags Íslands. Sjósund og grill að lokinni göngu. Á sunnudeginum verður gengið eftir Galdrastíg í Kistuvog. Heimsókn í Kört og kirkjurnar tvær. Ferðalok.
Seinna í sumar mun hljómsveitin Góss koma fram í Fjárhúsinu. Í ágúst mun svo Mugison verða með skemmtun á sama stað. Í báðum tilvikum verða göngur í tengslum við skemmtunina.
Ferðirnar eru ókeypis en fólk greiðir sjálft fyrir gistingu og inn á kvöldvökuna. Spáð er fínu veðri á Ströndum um helgina, eins og staðan er núna.