Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Hin margrómaða Sundlaug Akureyrar – Ein af þekktustu perlum bæjarins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt er meira hressandi eða afslappaðra en heimsókn í Sundlaug Akureyrar, og mælir Mannlíf óhikað með heimsókn eða heimsóknum þangað; enda er sundlaugin rómuð fyrir flotta aðstöðu og vingjarnlegt andrúmsloft, og þar geta börnin buslað á fullu á meðan mamma og pabbi slappa af í heita pottinum og njóta dagsins í botn; í því fallega umhverfi sem Akureyri óneitanlega er í.

 

Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar | Akureyrarbær
Ekki þarf nema eina heimsókn í þessa margrómuðu og landsfrægu sundlaug á Akureyri til að uppgötva að hún hefur upp á að bjóða eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra laugar, þrjár nýjar rennibrautir og lengstu rennibrautina á Íslandi; fjóra heita potta, vaðlaug, innilaug og eimbað. Í sundlaug Akureyrar er einnig boðið uppá kaldan pott og lyfta er fyrir hjólastóla að innipottum og eldra sundlaugarkarinu.

Eins og áður sagði nýtur Sundlaug Akureyrar mikilla vinsælda hjá heimamönnum og ferðamönnum enda er sundsvæðið allt hið glæsilegasta og þjónusta starfsfólks alveg upp á tíu.

Afgreiðslutími laugarinnar – sumaropnun – er frá 5. júní til 24. ágúst, mánudaga til föstudaga: á milli 06:45 – 21:00, og laugardaga frá 08:00 – 21:00, en á sunnudögum er laugin opin á milli 08:00 – 19:30.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -