Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hjólreiðafélag Akureyrar -njótum íslenskrar náttúru án þess að spilla henni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Akureyri ríkir mikil og sterk hjólreiðamenning, þökk sé Hjólreiðafélagi Akureyrar (HFA), en félagið heldur utan um mót, keppnir, námskeið, æfingar og stuðlar að uppbyggingu og viðhaldi hjólaleiða á Akureyri. Hjólreiðafélagið hefur það að markmiði að almenningur geti notið náttúrunnar á reiðhjólum án þess að fallega íslenska náttúran spillist, og er það vel.

Fyrir ellefu árum, nánar tiltekið, 2. maí árið 2012, var Hjólreiðafélag Akureyrar stofnað í þeim tilgangi að efla hjólreiðar á Akureyri og í frábærlega fallegu nágrenni bæjarins. Einnig kynnir Hjólreiðafélag Akureyrar fyrir áhugasömum hjólreiðar sem jákvæða hreyfingu og glæða áhuga almennings á gildi þeirra. Þá stendur félagið fyrir góðri og öflugri fræðslu og forvörnum er snúa að bættum hjólreiðasamgöngum á Akureyri og í nærsveitum.

Markmiðið með stofnun Hjólreiðafélags Akureyrar var og er að efla hjólreiðar almennt; halda mót og keppnir; halda úti æfingum og stuðla að uppbyggingu hjólaleiða í bæjarlandi Akureyrar, sem og að gefa almenningi betri kost á að kynnast og njóta náttúru þess þegar ferðast er um á reiðhjólum.

Mynd/ Ármann Hinrik

Vel er staðið að öllu hjá Hjólreiðafélagi Akureyrar, enda er eitt af markmiðum þess að auðvelda almenningi aðgengi að hjólaleiðum í bæjarlandinu gullfallega, eftir því sem unnt er án þess að glæsileg náttúran fyrir verði fyrir skaða. Félagið veitir einnig góða fræðslu um slóða, svæði, leiðir, sögu og mannlíf svæðisins.

Hjólreiðafélagi Akureyrar var tekið opnum örmum strax frá stofnun þess og hefur starfsemin farið vaxandi með ári hverju; segja má að í kjölfar stofnunar félagsins hafi orðið vitundarvakning hvað varðar hjólreiðamenningu á Akureyri og í nágrenni bæjarins.

Nefna má að skráning í Hjólreiðafélagið fer í gegnum Nóra-kerfið og til að skrá sig í félagið eða endurnýja árgjald þarf að fara á þessa slóð hér: iba.felog.is. Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og skal ýta á hnappinn „Skráning í boði.“ Þá birtist listi yfir öll þau námskeið sem í boði eru á vegum félagsins. Þess má geta að félagsskírteini eru rafræn og verða send á félagsmenn í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Nóra.

- Auglýsing -

Þetta frábæra félag á Akureyri hefur gert góða hluti núna í tæpan áratug og starfsemin er alltaf að eflast og dafna; hvetur Mannlíf alla til að hafa samband við félagið eigi það leið um hina stórkostlegu náttúruparadís sem Akureyri er sem og nærsveitir bæjarins. Það er ekki ónýtt að ferðast um svæðið á hjólreiðafáki fráum fram um veg, mót fjallahlíðum háum þar sem golan kyssir kinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -