Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Hjúkrunarheimilið Sundabúð fékk tvær veglegar gjafir – Mun nýtast heimilisfólki um langt skeið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjúkrunarheimilið Sundabúð á Vopnafirði barst á dögunum vel þegin gjöf frá tveimur félagasamtökum. Er öruggt að aðstaða íbúa á Sundabúð snarbatnar í kjölfarið.

Austurfrétt segir frá að annars vegar hafi verið að ræða tvo rafdrifna hægindastóla í sameiginlegu rými heimilisins en það var gjöf úr minningarsjóði Kvenfélagslind Lindarinnar. Þá gaf á sama tíma Hollvinafélag Sundabúðar, hjúkrunarheimilinu þrjú vegleg sjúkrarúm og náttborð með. Eru rúmin af nýjustu gerð og búa yfir helstu eiginleikum til að tryggja öryggi og þægindi en ekki síður bæta vinnuaðstæður starfsfólks eins og það er orðað á Austurfrétt.

Hægindastólarnir fallegu. Ljósmynd: Sundabúð

Kunnu forsvarsmenn Sundabúðar samtökunum miklar þakkir fyrir enda öruggt að þessar gjafir muni nýtast heimilisfólki um langt skeið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -