Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hönnuðu skartgrip til minningar um Sunnefu sem dæmd var til dauða fyrir blóðskömm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær Anna Guðlaug Sigurðardóttir, skartgriphönnuður og Kristín Amelía Atladóttir rithöfundur, í samvinnu við verslunina Hús handanna á Egilsstöðum, hafa hannað og framleitt skartgripi til minning um örlög Sunnefu Jónsdóttur og bróður hennar frá Borgarfirði eystri.

Sagan af Sunnefu er frá 18. öld en þar segir að hún hafi eignast son er hún var 16 ára gömul og að bróðir hennar, þá 14 ára, hafi verið faðir barnsins. Á meðan hún var í haldi sýslumanns vegna málsins eignaðist hún annað barn sem einnig var kennt við bróður hennar. Voru þau bæði dæmd til dauða fyrir blóðskömm en snérist málið er Sunnefa sagði á Alþingi að Hans Wiium, sýslumaður á Skriðuklaustri í Fljótsdal, væri faðir seinna barnsins en hún var í haldi sýslumannsins um tíma.

„Við gerum þetta til að halda minningu hennar og bróður hennar á lofti enda ein grimmilegasta og viðbjóðlegasta glæpa- og örlagasaga sem vitað er að gerst hafi hér fyrir austan,“ segir Lára Vilbergsdóttir hjá Húsi handanna á Egilsstöðum í samtali við Austurfrétt.

Í Austurfrétt segir að skartgripirnir séu afar táknrænir enda þar fjörusteinar hlekkjaðir í náttúrulegt skart en steinarnir koma einmitt frá heimahögum Sunnefu í Geitavík á Borgarfirði eysti. Eiga þeir að minna á og brýna fyrir fólki að það standi vörð um manngildi og grundvallarmannréttindi.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -