Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hótel Kjarnalundur -falin perla á Akureyri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á köldu sumarkvöldi runnu tveir þreyttir ferðalangar; ljósmyndari og blaðamaður, í hlað Hótel Kjarnalundar. Tekið var á móti okkur af einskærri hlýju, en fyrir innan sat Guddi með bros á vör og fræddi hann okkur um sögu byggingarinnar. Hótelið rekur hann ásamt systur sinni, Hildi og föður þeirra, Magnúsi.

Góð hvíld í góðu rúmi

Eftir klukkutíma spjall og gott kaffi var okkur vísað til herbergjanna sem eru notaleg og hljóðlát, með rúmgóðu baðherbergi. Við vorum afar þreytt og lögðumst til hvílu og þá gerðist það. Ég svaf yfir mig! Ég snúsaði vekjaraklukkuna þangað til að ég þurfti að þeytast af stað til að fara í tökur á þættinum um Akureyri. Með úfið hár mætti ég í morgunmatinn sem var dásamlegur og kaffið góða.

Við lögðum svo í hann í tökur sem stóðu yfir í 16 tíma. Eftir þær fórum við á hótelið, sem við vorum farin að kalla heima, því það var svo notalegt. Um leið og við erum komin inn mætir okkur hún Hildur með sinn dillandi hlátur og frábæra skopskyn og býður okkur á rúntinn á Fordinum sínum sem er frá 1975. Inn var hoppað og það var eins og að stíga til fortíðar með örlítilli bensínlykt, en innsogið var fært fram og til baka til að halda bílnum í gangi.

Notalegt að stinga sér í pottinn á hótelinu

Hún sýnir okkur einn af bústöðunum sem pabbi þeirra byggði með þeim. Hann minnti helst á höll alveg við Kjarnaskóg. Úti voru kanínur að sniglast og hestar við girðinguna og það eina sem ég gat hugsað var: Ef ég væri barn þá ætti ég milljón leynistaði og bú allt í kringum bústaðinn.
Svo kom ákvörðunin! Hér skyldi ég gista með litla kútinn minn og manninn og farið skyldi í öll þessi ævintýri sem ég sá fyrir mér og nesti borðað á teppi í rjóðri sem bara við vissum af.

Fallegir munir til sölu á Hótel Kjarnalundi

Þetta er allt gert af fjölskyldunni, fyrir fjölskyldur og staðsetningin virkar hvort heldur fyrir rómantík eða fjölskylduferð. Það eru pottar með rjóðri allt um kring og sána með innrauðu ljósi en fyrir framan hana er leikjatölva, svo barninu leiðist ekki meðan foreldrarnir detoxa sig.

Þegar ég hitti fjölskylduföðurinn hann Magnús þá skyldi ég af hverju þetta er svona hjá þeim, hann er bara einn stór pabbi og stoltið skín í gegnum stríðnina.
Hann er týpan sem gerir hlutina með börnum sínum frekar en fyrir þau, svo að draumar þeirra þeirra geti ræst!
Hann byggði sinn rekstur með sínum föður og það var það sama uppi á pallborðinu þar; allt byggt upp saman.
Það er ást í öllu sem þú sérð á hótelinu og bústöðunum. Upplifunin á að vera „heima“ fyrir þann sem gistir hjá þeim. Hver einasti hlutur á sér stað og sögu; peningaskápur úr norska sendiráðinu, tré frá afa af trésmíðaverkstæðinu, útsaumur frá ömmu, handgerðir hlutir frá starfsfólkinu, vintage sófasett sem minna á austurríska skíðaskála og svo frægu tómatplönturnar sem eru miðja húmorsins alla daga.

- Auglýsing -

Það verður engin svikinn af því að gista hjá Magnúsi, Hildi og Gudda í miðri paradís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -