Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hrækti í auga lögreglumanns og skemmdi lögreglubíl – Hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Austurlands, í skilorðsbundið fangelsi fyrir árás gegn lögregluþjóni og skemmd á lögreglubíl. Honum er einnig gert að greiða skaðabætur.

Samkvæmt Austurfrétt var lögreglan kölluð til á heimili mannsins föstudagskvöldið 12. janúar á síðasta ári. Var hann þar handtekinn og færður í lögreglubíl.

Þar hrækti maðurinn í auga lögregluþjóns og barði höfði sínu ítrekað í afturrúðu lögreglubílsins, þar til hún brotnaði. Fyrir þessi brot hefur hann nú verið dæmdur.

Upptaka af samskiptum lögregluþjónanna við manninn var lögð fram fyrir dóminn, sem og skýrslur og ljósmyndir lögreglu. Ekki gekk vel að hafa upp á viðkomandi og birta honum fyrirkall og sótti hann ekki dóminn en sendi þess í stað tölvupóst þar sem hann kvaðst ekki ætla að halda uppi vörnum.

Héraðsdómur Austurlands taldi sannanir fyrir brotunum fullnægjandi og dæmi hinn ákærða í skilorðsbundið 45 daga fangelsi, til tveggja ára. Dómurinn samþykkti einnig skaðabótakröfu lögreglustjórans á Austurlandi, upp á tæpar 100 krónur vegna eignabspjalla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -