Sunnudagur 19. janúar, 2025
3.3 C
Reykjavik

Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum vegna snjóflóða – Óvissustig á Fagradal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hringvegurinn er nú lokaður á tveimur stöðum á Austfjörðum, vegna snjóflóða. Um er að ræða annars vegar á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar og hins vegar Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að snjóflóðin hafi fallið upp úr klukkan 17:00 í dag en ólíklegt er að mokað verði í kvöld.

Flóðið í Færivallaskriðum milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar er skráð af stærðinni 2 hjá Veðurstofunni en flóð af þeirri stærð geta grafið fólk. Aðfaranótt laugardags féll aukreitis snjóflóð í sömu skriðum og lokaði veginum tíma bundið en það flóð var af stærðinni 1. Þá keyrði bíll inn í flóðið en var dreginn úr því. Ekki urðu slys á fólki.

Samkvæmt Austurfrétt er búið að lýsa yfir óvissustigi á Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, frá klukkan 19 í kvöld en þar er nú þæfingur og stórhríð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -