- Auglýsing -
Það var mikill gleðidagur í Grindavík í gær þegar Hulda skilaði sér heim. Í dag verður heimkomunni fagnað með því að gestir fá að heimsækja Huldu,
Um er að ræða togarann Huldu Björnsdóttur GK 11 sem kom siglandi frá Spáni þar sem skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Astilleros Armon.
Togarinn er 58 metra langur, 13,6 metra breiður og búinn nýjustu tækni þar sem kemur að vinnslu, meðhöndlun og kælingu afla. Vistarverur áhafnar eru allar til fyrirmyndar.
Formleg móttaka á skipinu verður í dag kl. 16. Þá gefst almenningi kostur á að skoða skipið og þiggja veitingar. Valur Pétursson var skipstjóri á heimsiglingunni.
Skipið sækir nafn sitt til eins stofnanda Þorbjarnar hf. Hulda var eiginkona Tómasar Þorvaldssonar sem lengi stjórnaði fyrirtækinu og lagði grunn að því stórveldi sem það er í dag. Nafn Tómasar er á öðrum togara Grindvíkinga.
Skipið sækir nafn sitt til eins stofnanda Þorbjarnar hf. Hulda var eiginkona Tómasar Þorvaldssonar sem lengi stjórnaði fyrirtækinu og lagði grunn að því stórveldi sem það er í dag. Nafn Tómasar er á öðrum togara Grindvíkinga.