Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

ÍBV keypti 37% miða í Herjólf um Verslunarmannahelgina – Uppselt frá Eyjum mánudaginn 1. ágúst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt frá árinu 2011 hefur ÍBV keypt stóran part af miðum í Herjólf um Verslunarmannahelgina og selt með áföstum miða á Þjóðhátíð. Í ár er hlutfallið minna en oft áður.

Þetta fyrirkomulag hefur ekki farið vel ofan í alla Eyjamenn en árið 2014 sagði Sædís Inga Eymundsdóttir frá því í DV að systir hennar hafi neyðst til að borga 18.000 krónur til að komast aftur til Eyja eftir að hafa skroppið upp á meginlandið á fimmtudeginum fyrir Verslunarmannahelgina. Það árið keypti ÍBV tvo þriðju af heildarmiðunum í Herjólf. Eins og svo margt annað hefur Þjóðhátíð ekki verið haldin síðustu tvö ár vegna Covid faraldursins og því spennan mikil í landanum.

Mannlífi lék forvitni á að vita hvernig þessu er háttað í ár en nú þegar er orðið uppselt í Herjólf frá Eyjum á mánudaginn 1. ágúst. Aðspurður um það hvort þetta teldist eðlilegt svona löngu fyrir helgina miklu sagði miðasölumaður Herjólfs svo vera, það seljist oft upp þetta hratt.

Mannlíf sendi póst á eiganda Herjólfs, Vegagerðina og spurði spurninga um málið. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar svaraði með því að senda upplegg frá Herjólfi ohf. um sölu á farmiðum yfir Verslunarmannahelgina sem samþykkt var á fundi 7. mars síðastliðinn. Þar kemur fram að ÍBV kaupi 37% af heildarmagni miða til og frá Eyjum en restin er seld í gegnum bókunarkerfi Herjólfs.

Hér má sjá uppleggið sem samþykkt var:

Sala á miðum í Herjólf um Verslunamannahelgina

- Auglýsing -

Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi hvers árs á Íslandi. Í Vestmannaeyjum er haldin Þjóðhátið í Eyjum og er lang stærsta helgi ársins í farþegaflutningum til og frá Vestmannaeyjum. Herjólfur ohf. og fyrri rekstraraðilar ferjunnar hafa brugðist við þessum aukna farþegaflutningi með fjölgun ferða til og frá Vestmannaeyjum til að bregðast við þeirri umframeftirspurn sem myndast þessa helgi. Um verslunarmannahelgina hefur Herjólfur ohf. aukið verulega siglingartíðni til og frá Vestmannaeyjum og með tilkomu nýju ferjunnar hefur flutningsgeta aukist til muna.

Sala á miðum í Herjólf um verslunarmannahelgina hefur verið sértaklega tilkynnt og sala farið á stað á ákveðinni dagsetningu og um leið siglingaráætlun skipsins um verslunarmannahelgina tilkynnt. Oftast í kringum mánaðarmótin febrúar/mars.

ÍBV hefur frá 2011 keypt miða af rekstraraðilum Herjólfs í ákveðið hlutfall í skilgreindar ferðir á þessu tímabili og endurselt þær á heimasíðu sinni. ÍBV kaupir alls ekki alla miða sem í boði eru og ekki alla miða í neina ferð skipsins. ÍBV kaupir á fullu verði 37% allra miða sem eru í boði með Herjólfi, frá fimmtudegi fram á mánudag. Hin 63% miðanna eru seld í gegnum bókunarkerfi Herjólfs. Herjólfur selur því eins og venjulega miða fyrir einstaklinga í ALLAR áætlunarferðir sínar ásamt því að framboð ferða er aukið til muna. Þjóðvegurinn á milli lands og Eyja er því alls ekki lokaður fyrir heimamenn og enginn þarf að kaupa miða á Þjóðhátið til að ferðast með Herjólfi. Það eina sem breytist þessa helgi er að siglingaáætlunin breytist og opnað er sérstaklega fyrir söluna. Einnig má það koma fram að sérstaklega á sumrin er oft uppselt heilu og hálfu dagana með löngum fyrirvara, það á ekki bara við um Verslunarmannahelgina.

- Auglýsing -

Ef einstaklingar sem nauðsynlega þurfa að ferðast með Herjólfi t.d vegna veikinda á þeim dögum sem uppselt er í ferjunni, hefur Herjólfur undantekningarlaust leyst þau mál, sama hvenær það er og það á líka við um Verslunarmannahelgina.

Ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett á árið 2011 um Verslunarmannahelgina var sú að eftir að Landeyjarhöfn opnaði er fyrst og fremst sú að einstaklingar voru að kaupa marga miða í margar ferðir og hratt seldist upp í allar ferðir til og frá Eyjum. Mikið „brask“ varð með miða á internetinu og farþeganýting í ferðir sem voru uppseldar í kerfinu var léleg. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Herjólf að samgöngur gangi vel þessa helgi, heldur allt samfélagið hér í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -