Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Karólína segir flest komin heim eftir rútuslysið: „Það er einn ennþá á Land­spít­al­an­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir nema einn sem lentu í rútuslysinu við Blönduós eru komnir heim til Akureyrar.

Allir farþegarnir 24 voru fluttir á sjúkrahús en sjö þeirra fóru til Reykjavíkur á Landspítalann.

„Það er einn ennþá á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík og verður þar ein­hverja daga til viðbót­ar en aðrir eru komn­ir heim,“ sagði Karólína Gunn­ars­dótt­ir, á vel­ferðarsviði Ak­ur­eyr­ar, í samtali við mbl.is um málið en hún tekur fram að ekki sé verið að reka á eftir fólki til að mæta aftur til vinnu.

„Að lenda í svona slysi tek­ur auðvitað á fólk. Það er marg­ir með mar, eru skorn­ir og ein­hverj­ir með bein­brot. Það tek­ur tíma fyr­ir fólk að ná sér enda hörmu­leg upp­lif­un fyr­ir það að lenda í þessu.“ 

„Við vor­um með áfalla­hjálp á staðnum strax á föstu­dag­inn og síðan erum við að fara að hitta all­an hóp­inn á morg­un. Það er búið að bjóða öll­um ein­stak­lingsviðtöl líka. Fólk er auðvitað mis­jafnt. Sum­ir þurfa á hjálp að halda en aðrir ekki,“ sagði Karólína í lokin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -