Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Konu sem dvaldi í snjóhúsi í nótt bjargað á Lyngdalsheiði – Hafði villst af leið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatnig og hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi voru kallaðar út klukkan 5:22 í morgun þar sem ferðalangur nokkur óskaði eftir aðstoð á Lyngdalsheiði.

Var þar um að ræða konu sem dvalið hafði í snjóhúsi á heiðinni í nótt og hafði hún í tvo klukkutíma gengið frá snjóhúsinu í blindbyl. Var ætlunin að komast í bifreið hennar sem var lagt skammt frá fjallaskálanum við Kringlumýri en hafði hún farið af leið. Björgunarsveitirnar fundu hana nokkuð vestar á heiðinni.

Sunnlenska.is sagði frá þessu en upplýsingarnar voru fengnar frá Facebook-vegg Ingunnar. Þar kemur fram að aðgerðin hafi gengið vel og að konan hafi fljótlega komist inn í hlýjan bíl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -