Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Kristján Þór gerði sænska poppsöngkonu að heiðursborgara Húsavíkur: Bergur bæjarfulltrúi er reiður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Þór Magnússon, sveitastjóri Norðurþings, veitti nýverið sænsku söngkonunni Molly Sandén titilinn heiðursborgari Húsavíkur og virðist hann hafa gert það án alls samráðs við sveitastjórnina, að undanskilinni Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, formanni byggðarráðs og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitastjórninni.

Söngkonan sænska hlaut nafnbótina í beinni útsendingu í spjallþætti á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 og var það sendiherra Íslands í Svíðþjóð, Hannes Heimisson, sem veitti Sandén nafnbótina við dynandi lófaklapp. Kristján sjálfur var fjarri góðu gamni því hann er í veikindaleyfi frá störfum sínum sem bæjarstjóri.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstóri Norðurþings.

Flestir hissa

Svo virðist sem það komi flestum sveitastjórnarfulltrúum á óvart að Sandén söngkona hafi hlotið þennan heiður, án þess að það hafi hvorki nokkuð verið rætt af sveitastjórninni né tekið fyrir í byggðarráði. Staðarmiðill fullyrðir að sveitarstjórnarfulltrúar kannist fæstir við að heiðra hafi átt söngkonuna með nafnbótinni heiðursborgari.

Í samtali við Vikublaðið staðfestir Helena að Kristján bæjarstjóri hafi komið á mál við sig og þau hafi saman verið mjög jákvæð fyrir því að veita Sandén titilinn. „Vegna eðli málsins var ekki hægt að setja afgreiðsluna í fundargerð þar sem koma átti Molly á óvart en vissulega hefði átt að ræða málið og fá samþykki ráðsins,“ segir Helena.

Eins og frægt er orðið þá söng Sandén lagið Husavik (My Hometown) í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem tilnefnt var til Óskarverðlauna í ár sem besta frumsamda lagið.

- Auglýsing -

Sænska söngkonan hefur komið einu sinni til Húsavíkur og söng þá lagið ásamt stúlknakór sem flutt var sem opnunaratriði á verðlaunahátíðinni í apríl síðarliðnum.

Fyrir þá sem vilja njóta tóna Sandén þá er lagið hennar Husavik í spilaranum hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Falsfrétt

Bergur Elías Ágústsson sveitarstjórnarfulltrúi er alls ekki hrifinn af því að Sandén hafi nú þegar hlotið titilinn enda sér útnefning heiðursborgara stórt mál sem ræða þurfi vel í sveitastjórn. Hann segir fréttir af málinu því falsfréttir því heiðursnafnbótin hafi hvorki fengið umræðu né verið formlega samþykkt.

„Áður en lengra er haldið, er rétt að það komi fram að Molly ásamt fleirum hafa staðið fyrir frábærri kynningu á mínu indæla samfélagi sem Húsavík er, eftir því hefur verið tekið um víða veröld. kæra Molly, takk fyrir allt sem þú hefur fært Húsavík með þínum hæfileikum, gleði og gæsku. Í mínum huga ert þú eistaklingur ársins á Húsavík, þó svo að heiðursnafnbótin heiðursborgari hafi ekki verið samþykkt. Hver veit nema að það verði gert síðar og þá af þar til bærum aðilum. Málið hefur því miður hvergi verið rætt í sveitarstjórn né ákvörðun tekin um veitingu titilsins. Því miður er málið þannig vaxið að hér er um „falsfrétt“ að ræða sem sveitarstjóri og formaður byggðarráðs bera alfarið ábyrgð,“ segir ósáttur Bergur og bendir á að ákveðnar reglur gildi um nafnbótin sem ekki hafi verið farið eftir.

„Það vekur mikla furðu að sendiherra Íslands í Svíþjóð, hefur fyrir hönd sveitastjóra Norðurþings veitt okkar yndislegu Molly titil heiðursborgara, með þeirri ábyrgð sem því fylgir. Svo virðist sem sendiherra hafi ekki tryggt að sú heiðursnafnbót sem hann afhenti  eigi við rök að styðjast. En sennilega er það ósanngjörn krafa til sendiherrans að fylgjast með stjórnsýsluafgreiðslum í litlu sveitarfélagi á Norðurlandi.“

Leyfið framlengt

Eins og Mannlíf greindi fyrst frá er Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, í veikindaleyfi af ótilgreindum ástæðum. Hann hafði verið í fjögurra vikna veikindaleyfi en það var í vikunni framlengt um aðrar þrjár vikur.

Bergur er reiður yfir því hvernig staðið var að málinu og segir skýrar viðmiðunarreglur gilda um útnefningu heiðursborgara. Á Húsavík hljóti að þurfa að fylgja reglum að hans mati og tínir Bergur til neðangreindar reglur hvað varðar ákvörðun nafnbótarinnar:

1. Störf viðkomandi hafi haft veruleg jákvæð áhrif á samfélagið.

2. Störf og framganga hafi verið til fyrirmyndar og til eftirbreytni.

3. Jákvæða ímynd bæði innan samfélagsins sem utan.

4. Sveitarstjórn skal vera einhuga við val á heiðursborgara.

5. Sveitarstjórn skal fara með val á heiðursborgara sem trúnaðarmál fram að heiðrun viðkomandi, þó skal nánustu ættingjum væntanlegs heiðursborgara gert kunnugt um valið.

6. Heiðursborgari skal heiðraður við hátíðlega athöfn, s.s. við opinbera hátíð eða stórafmæli viðkomandi.

7. Heiðursborgari fær skrautritað innrammað skjal undirritað af öllum sveitarstjórnarfulltrúum til staðfestingar. Á skjalinu kemur fram nafn viðkomandi, dagsetning fundar sveitarstjórnar, undirritun sveitarstjórnar og sveitarstjóra.

8. Heiðursborgari hefur engar skyldur gagnvart sveitarfélaginu sem slíkur.

9. Sveitarfélagið hefur eftirfarandi skyldur gagnvart heiðursborgara: Fellir niður fasteignaskatt af íbúðarhúsi heiðursborgara sem hann á og býr í.

10. Býður heiðursborgara til opinberra athafna/veislna á vegum sveitarfélagsins.

11. Heldur nöfnum heiðursborgara með titlinum heiðursborgari á lofti við tilhlýðileg tækifæri.

12. Tekur þátt í athöfn við útför heiðursborgara, þegar þar að kemur, að beiðni sveitarstjórnar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -