Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Krossinn er fokinn af kirkjunni og Þjóðkirkjan áhyggjulaus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt elsta guðshús landsins, kirkjan á Stað í Reykhólahreppi, hefur misst krossinn og stendur kollótt á hlaðinu á kirkjustaðnum. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur þetta verið svona um hríð og hafa stjórnendur Þjóðkirkjunnar ekki áhyggjur af ástandinu. Ekkert hefur verið gert í því að koma krossinum aftur upp. Viðhald kirkjunnar er reyndar á ábyrgð Þjóðminjasafns Íslands þar sem hún er á fornminjaskrá. Þegar skoðað er innandyra kemur í ljós að ýmsu er þó ábótavant og ber kirkjan fleiri merki vanrækslu en krossleysið.

Staðarkirkja er gullfalleg en kollótt eftir að krossinn fauk.

Staður er um átta kílómetra vestur frá Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu. Eitthvað er um að ferðamenn komi og myndi kirkjuna sem í ggrunninn er falleg en auðvitað er hálfgerð hryggðarmynd, krosslaus.  Á vef Þjóðminjasafnsins er sagt frá því að á árum áður var þar stórbýli og Ólafskirkja í kaþólskum sið. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað.

Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18 og fólk er beðið að ganga vel um.

Staðarkirkja er lítið breytt frá upphaflegri gerð, með turni yfir vesturstafni. Dyraumbúnaður kirkjunnar er skrautlegur, beggja vegna dyra eru hálfsúlur með súlnahöfðum í einfölduðum samsettum stíl. Þetta er ein af fyrstu timburkirkjunum sem upphaflega var máluð, en ekki tjörguð, en tilheyrir þó eldri gerð kirkna með þakturni.

Staðarkirkja í sinni fegurstu mynd með krossinn á turninum.

Þá segir á vefnum að illa hafi verið  komið fyrir kirkjunni þegar ákveðið var að taka hana á fornleifaskrá árið 1964, hundrað árum eftir að hún var reist. Yfirbyggingin var fúin og skæld, en steinhlaðin undirstaðan úr lagi gengin. Þjóðminjasafnið fékk Bjarna Ólafsson smið til viðgerða skömmu síðar og var kirkjunni þá lyft af grunni, undirstöðurnar hennar voru styrktar og henni komið fyrir á nýjun undirstöðum. Veggirnir eru klæddir listasúð að utanverðu og á þaki er rennisúð. Gert var við kirkjuna á nýju fyrir 30 árum en nú er allt að komast í óefni og krossinn fallinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -