Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Landhelgisgæslan hefur steypt upp í El Grillo – Reyndist nokkuð erfitt fyrir kafarana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landhelgisgæslan hefur nú lokið við að stöðva olíuleka úr El Grillo í Seyðisfirði. Girðing verður svo sett upp í sumar en henni er ætlað að fanga olíu sem gæti seytlað úr er tekur að hlýna.

Það var áhöfnin á varðskipinu Freyju ásamt köfurum Gæslunnar sem vann að verkefninu í lok síðasta mánaðar. Þurfti að stöðva leka sem kominn var úr tveimur opum á tönkum olíuskipsins El Grillo sem sökk í seinni heimstyrjöldinni í Seyðisfirði. Samkvæmt heimasíðu Gæslunnar var steypt í tankana en tekið er fram að ekki hafi verið um sömu op að ræða og steypt var fyrir um tveimur árum.


Töluverðan tíma tók að hreinsa frá tönkunum þar sem nokkuð brak og set hafði safnast fyrir en það var nauðsynlegt áður en hafist var handa við að steypa fyrir opin. Þá reyndist það köfurunum erfitt að opin voru að hluta undir yfirbyggingu skipsins. En steypan hélt og náðist því að klára verkefnið á farsælan hátt.

Fram kemur á heimasíðunni að lítið magn olíu sé aftur á móti fast undir göngubrú sem liggur yfir tanka skipsins en búast má við því að úr henni seytli örlítið er hlýna tekur. Hönnuð hefur verið sérstök girðing og smíðuð fyrir sveitarfélagið Múlaþing en tilgangur hennar er að fanga slíka olíu í yfirborðinu. Mun Landhelgisgæslan síðar í sumar aðstoða við að koma girðingunni fyrir.

Þessar skemmtilegu myndir hér að ofan voru teknar af Guðmundi St. Valdimarssyni, bátsmanni um borð í Freyju.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -