Þuríður Skarphéðsinsdóttir, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsskála, biður fólk um að vera ekki á svæðinu en það hefur snjóað gríðarlega mikið á þar undanfarin sólarhring en daganna þar á undan snjóðaði einnig.
„Við mælumst til að fólk sé ekki hér á ferðinni. Það er mikil hætta á að týna veginum og þá geta myndast ljót för utan vega. Þess utan þá sést Snæfellið ekki. Hér er mjög lágskýjað, þoka og úrkoma,“ sagði Þuríður við Austurfrétt um málið. Hún sagði að allt væri hvítt upp í Snæfelli.
Líklegt þykir miðað við veðurspá að ástandið muni skána fljótlega eftir helgi en samkvæmt yfirliti frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og slæmt ástand á fleiri fjallvegum. Snæfell er of mörgum talið eitt fallegasta fjall Íslands en það er á mörkun Fljótsdalshrepps og Múlaþings. Fjallavegurinn F910 liggur að Snæfellsskála en sá skáli er í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs.