Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Logandi deilur á Ísafirði – Skipverjar stefna útgerðinni – Nýr eigandi stefnir á yfirráð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír fyrrum skipverjar af Júlíusi Geirmundssyni undirbúa málsókn á hendur útgerð og skipstjóra vegna þeirra afleiðinga sem þeir hafa glímt við eftir Covid-smit og veikindi um borð haustið 2020. Þeir glíma enn við eftirköstin og varanlegt heilsutjón.

Kjartan Ágúst Pálsson og Bjarki Birgisson eru tveir þessara skipverja. „Það eru sumir dagar þannig að ég ligg bara í rúminu. Ég fór á nokkrum dögum úr því að vera í besta formi lífs míns í að verða sjúklingur. Ég átti erfitt með einföldustu hluti og gat varla gengið nema stutta vegalengd í einu án þess að örmagnast. Andlega hefur þetta verið ömurlegt og tekið verulega á, það verður bara að viðurkennast. Að vissu leyti erum við enn í þessum helvítis túr,“ segir Kjartan í samtali við Stundina.

Sjá einnig: Frystitogari kallaður í land: Stærstur hluti áhafnar smitaður af Covid

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá var frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni sigld í land eftir að langstærstur hluti áhafnarinnar veiktist af Covid-19 á miðunum. Það var hins vegar ekki gert fyrir en þremur vikum síðar þegar skipverjar voru margir hverjir orðnir hundveikir og umdæmislæknis sóttvarnar á Vestjörðum hafði ítrekað lagt til að togaranum yrði siglt í land. Þeim tilmælum var ekki sinnt.

Mannlíf greindi líka fyrst frá því að forsvarsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út togarann Júlíus Geirmundsson ÍS, voru ítrekað hvattir til að halda með skipið í land í Covid-sýnatöku. Þau tilmæli bárust frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, meðal annars á þriðja degi túrsins, en þau tilmæli voru virt að vettugi.

Sjá einnig: Útgerð frystitogarans hlýddi ekki lækni: Veikum sjómönnum haldið úti á sjó

- Auglýsing -

Í hinum fræga Covid-túr togarans var 22 veikum sjómönnum haldið á sjó, af 25 manna áhorfn frystitogarans, svo vikum skiptir og neyddir til vinnu. ÞAllan túrinn voru menn að veikjast einn og einn. Þá varð útgerðin orðið uppvís að því að hlýða ekki sóttvarnarlækni sem gaf ítrekuð tilmæli þess efnis að togaranum yrði stýrt í land svo áhöfnin kæmist í sýnatökur. Það var ekki gert fyrr en þremur vikur eftir brottför.

Hraðfrystihúsið Gunnvör sendi frá sér yfirlýsingu þar sem útgerðin viðurkenndi að það hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar. Fyrirtækið lét líka í það skína að það hafi verið ákvörðun annarra að ekki hafi verið ástæða til að halda með skipið til hafnar snemma í túrnum. Í samtali við Mannlífs sagði Súsanna það hins vegar kýrskýrt að hún hvatti útgerðina alveg frá upphafi að fara með skipverja í sýnatöku. Það hafi hún gert ítrekað á meðan túrnum stóð.

„Þetta var ekki mín ákvörðun og þetta hefði getað farið verr.“

„Þetta var ekki mín ákvörðun og þetta hefði getað farið verr. Mín tilmæli hafa verið, og verða alltaf, alveg sama hvar þú ert staddur í heiminum, að þú eigir að koma í sýnatöku ef þú ert með einkenni. Ég get staðfest að þau samskipti áttu sér stað milli mín og útgerðarinnar, þar af mjög snemma í túrnum. Tilmæli mín voru mjög einföld,“ sagði Súsanna.

- Auglýsing -

Jakob Valgeir ehf, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, er nú orðinn annar stærsti hluthafi Gunnvarar, hinnar frægu Covid-útgerðar. Félagið hefur eignast nærri 20 prósent hlut í hraðfrystihúsinu og voru seljendur hlutarins Guðmundur, Kristinn Þórir, Ólöf Jóna og Steinar Örn Kristjánsbörn. Bróðir þeirra, Einar Valur, hélt um taumana í hinum fræga Covid-túr Júllans og heldur um þá enn hjá útgerðinni. Þar starfa um 130 manns. 

„Það er spennandi verkefni að fylgja þessu sögufræga fyrirtæki inn í framtíðina. Reksturinn hefur gengið vel og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, svo félagið haldi áfram að vaxa og dafna ásamt samfélaginu sem það starfar í. Ég hef mikla trú á þessari fjárfestingu og framtíð félagsins,“ sagði Jakob Valgeir Flosason framkvæmdastjóri í tilkynningu þegar hluturinn var orðinn hans.

Orðið á götunni á Ísafirði er að Jakob Valgeir færi ekki af stað í þetta ferðalag nema til þess eins að ná yfirráðum í Hraðfrystihúsinu Gunnvör.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -