Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Lögreglan engu nær um þjófnaðinn á geislasteinunum á Teigarhorni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt Austurfrétt hefur lögreglunni á Austurlandi ekki borist neinar upplýsingar um stórfelldan þjófnað á geislasteinasafni frá Teigarhorni í Berufirði árið 2009.

Koma þessar upplýsingar fram í svari lögreglunnar við fyrirspurn Austurfréttar en Teigarorn er einn helsti fundarstaður geislasteina. Þáverandi ábúendur söfnuðu þar steinum um árabil.

Er ábúendurnir snéru heim eftir fjarveru í október 2009, komst upp um stuldinn en talið er að allt að 500 steinar hafi verið teknir. Verðmætamat steinanna eru milljónir króna. Brugðu ábúendurnir á það ráð nýlega að auglýsa eftir vísbendingum um þjófnaðinn á Facebook.

Lögreglan segir í svari sínu til austfirska fjölmiðilsins að rannsókn málsins hafi verið hætt árið 2012 og þá flokkað sem óupplýst. Engar nýjar vísbendingar hafa borist lögreglu síðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -