Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan leitaði fíkniefna í spíttbáti: „Þess­ir menn eru bara sak­laus­ir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt Jóni Sig­ur­geirs­syni, lög­reglu­full­trúa hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, var um tollaeftirlit að ræða í gær þegar lögreglan leitaði í spíttbáti sem kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum.

„Það kem­ur bát­ur upp að landi í gær og við tolla­eft­ir­lit vöknuðu grun­semd­ir um að þarna væri eitt­hvað sem þyrfti að skoða bet­ur. Þá kom­um við inn í þetta, miðlæg deild ásamt toll­in­um. Toll­ur­inn var þarna með menn sem voru að koma úr Nor­rænu. Við erum að skoða málið bet­ur og það er í raun­inni enn bara verið að gera sig grein fyr­ir því hvort það sé eitt­hvað ólög­legt í gangi þarna eða ekki,“ sagði Jón við mbl.is um málið en tók fram að ekki væri búið að staðfesta að fíkniefni hefðu fundist í bátnum. Grunur lék að mögulega væru fíkniefni um borð en talið er að báturinn hafi siglt í höfn milli þrjú og fjögur.

„Þess­ir menn eru bara sak­laus­ir í okk­ar huga þar til annað kem­ur í ljós.“

Athygli vakti að mbl.is birti frétt um málið í gær en var fjarlægð eftir að lögreglan óskaði þess og töldu einhverjir um ritskoðun væri að ræða.

„Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um hina meintu ritskoðun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -