Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Löng bið eftir snjóflóðavarnargarði í Neskaupstað: „Vonandi gengur þetta bara sem best og hraðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinna er hafin við gerð á snjóflóðavarnargarði við Neskaupstað en hann rís fyrir ofan austan hluta bæjarins en þar yrðu fjögur íbúðarhús fyrir snjóflóði í fyrra. 730 metra langur þvergarður verður reistur og tvær keiluraðir sem samanstanda af 20 keilum en þeim er ætlað að draga úr hraða snjóflóða.

Í samtali við RÚV sagði Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, að íbúar bæjarins hafi svo sannarlega fundið hversu mikið snjóflóðagarðar skipta máli fyrir Neskaupstað og að þessi muni svo sannarlega gera það líka.

„Við erum bara mjög ánægð við að það sé verið að hefjast handa og vonandi gengur þetta bara sem best og hraðast,“ en verklok eru áætluð í lok 2029.

Jón sagði sömuleiðis að hann vonist til þess að garðurinn sjálfur og keilurnar, sem skipta mestu máli, verði kláraðar sem fyrst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -