Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lýsa yfir snjóflóðahættu á Austfjörðum – Athyglin beinist að Seyðisfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veðurstofa Íslands hefur nú lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austufjörðum en aðalathyglin beinist að Seyðisfirði eftir úthelli í nótt.

Fram kemur hjá Austurfrétt að úrkoman á Seyðisfirði klukkan níu í morgun, hafi verið komin í yfir 40 millimetra frá miðnætti, samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar.

Á Seyðisfirði hefur snjóað í fjöll en blotað í byggð en hvöss austnorðaustan átt hefur verið ríkjandi í fjöllum síðan í gærkvöldi, að því er fram kemur hjá Austurfrétt.

Þegar líður á daginn á að draga úr úrkomu og sömuleiðis á vind á lægja er hann snýst til norðurs. Fylgst verður náið með aðstæðum og þróun í dag.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -