Það er ekki skynsamlegt að fólki búi í Grindavík á næstunni að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Veltir hann því fyrir sér hvort það gangi upp að hafa byggð á svæðinu.
„Langflest húsin í Grindavík eru óskemmd, en hins vegar hafa orðið miklar skemmdir á lögnum og annað þannig að það er hvorki hægt að vera með heitt vatn eða kalt í lagi. Svo er bærinn hættulegur vegna þess að þarna hafa myndast sprungur þannig að þarna er ekki gott að fólk búi og ekki verjandi við núverandi aðstæður,“ sagði Magnús við mbl.is um málið. Mögulegt verði að hægt verði að búa þar einn daginn ef hægt sé að tryggja öryggi íbúa með t.d. Varnargörðum en þeir verði þá að virka.
„Við sjáum að það geta komið upp sprungur mjög nálægt bænum, þó það séu ekki miklar líkur. Það sem kom upp núna er mjög lítið miðað við hina, en það breytir ekki því að þetta eru bara ákveðnar hættu þannig að ef fólk fer þarna aftur þá þarf það að vera tilbúið að rýma mjög hratt,“ sagði Magnús og telur að það eigi að verja Grindavík eins vel og mögulegt er.