Neysluvatn á Stöðvarfirði er ennþá mengað og stenst ekki þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til þess en þetta staðfesti Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs, við Austurfrétt í gær. Mælt er með því að Stöðfirðingar sjóði allt neysluvatni til öryggis en sökum páskafría verður ekki hægt að mæla sýni á vatni aftur fyrr en á þriðjudaginn næstkomandi og þá tekur það allt að tvo daga að fá niðurstöður úr þeim sýnum. Því lítur út fyrir að íbúar Stöðvarfjarðar þurfi að lifa við þetta ástand í að minnsta kosti eina viku til viðbótar en mengunin gerði fyrst var við sig í sýnum sem voru tekin á föstudaginn í síðustu viku. Hefur íbúum verð ráðlagt að sjóða allt neysluvatn síðan þá. Tekið skal þó fram að ekki þarf að sjóða vatn sem er til annarra nota.