- Auglýsing -
Á dögunum fengu Björgunarsveitin Ingunn og Hjálparsveitin Tintron útkall um miðjan dag vegna báts sem var vélarvana á Þingvallavatni.
Sunnlenska segir frá málinu. Sem betur fer var ekki mikil hætta á ferðum en líkt of margir vita getur Þingvallavatn verið ófyrirséð og aðstæður breyst á ögurstundu.

Voru Ingunnarmenn komnir með bátinn í tog um 40 mínútum eftir að hjálparbeiðnin barst og drógu hann að landi. Að sögn Sunnlensku þökkuðu bátsverjar fyrir sig þegar í land var komið með því að bjóða upp björgunarsveitunum upp á skemmtilegt kaffispjall.
