Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Mótmæla harðlega breytingum á starfsemi bókasafna Fjarðabyggðar: „Áteljum forkastanleg vinnubrögð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samþykkt bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um breytingar á fyrirkomulagi bókasafna sveitarfélagsins, er harðlega mótmælt af forstöðukonum allra sjö bókasafna Fjarðabyggðar.

Samkvæmt Austurfrétt samþykkti bæjarstjórn Fjarðarbyggðar í síðasta mánuði, að færa bókasöfn sveitarfélagsins undir stjórn grunnskólanna á hverjum stað en öll söfnin eru staðsett í grunnskólum hvers bæjarkjarna. Krefjast forstöðukonurnar að ákvörðunin verði endurskoðuð.

Fram kemur hjá Austurfrétt að ákvörðun bæjarstjórnarinnar sé einn liður í því að einfalda rekstur Fjarðabyggðar en annað sem hefur verið ákveðið í þeim efnum er meðal annars að sameina Safnastofnun og Menningarstofu Fjarðabyggðar og að framvegis verði einungis einn stjórnandi yfir öllum menningarmálum í heild sinni. Þá er stefnt að því í framtíðinni að fella störf allra safna að heildarmarkmiðum sem liggji fyrir en þannig nýtist þau með ríkari hætti í öllu menningar- og listalífi, eins og það er orðað hjá Austurfrétt. Ekki falla þó bókasöfnin undir þau markmið.

Forstöðukonurnar sjö sendu frá sér harðort bréf þar sem ákvörðunin er sögð endurspegla mikið metnaðarlesi í garð bókasafna sveitarfélagsins og að ekki virðist vera nokkur skilningur á starfi þeirra og hlutverki.

„Ákvörðunin lýstir fullkominni vanþekkingu á starfsemi bókasafnanna. Í fundargerð bæjarráðs segir að að „flutningur bókasafna til grunnskóla hafi í för með sér betri nýtingu á safnkosti og skipulagi starfsemi sem heyri undir stjórn hverrar skólastofnunar.“ Það sem þarna er nefnt er þegar til staðar. Öll bókasöfn sveitarfélagsins eru samsteypusöfn og hafa verið það árum saman. […] Við áteljum einnig forkastanleg vinnubrögð yfirvalda í þessu ferli og það virðingarleysi sem okkur er sýnt. Ekkert samráð var haft við forstöðumenn eða leitað eftir áliti þeirra. Fyrirhuguð breyting ekki kynnt þeim áður en ákvörðun var tekin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -