Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Múlaþing biður íbúa afsökunar: „Þetta er náttúrulega til skammar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil röskun hefur orðið á sorphirðu í Múlaþingi í vetur samkvæmt íbúum sveitarfélagsins og hefur málið valdið svo miklum vandræðum að sveitarfélagið baðst afsökunar í færslu á samfélagsmiðlum.

„Múlaþing vill aftur biðja íbúa sína afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið á sorphirðu og þakkar um leið fyrir þær ábendingar sem hafa borist vegna hennar,“ segir í færslunni sem birtist meðal annars á Facebook en óhætt er að segja að sú afsökunarbeiðni hafi fallið í grýttan jarðveg hjá íbúum en einhverjir íbúar halda því fram að sorp hafi ekki verið sótt heim til þeirra síðan í október.

Gert til þess að spara

„Èg legg til að a) við borgum ekki fyrir sorphirðu b) allir íbúar rukki sveitafélagið fyrir tímana sem við eyðum í sorphirðu sem sveitarfélagið ætti að sinna en sinnir sannarlega ekki. Þá er líklega „sparnaðurinn“ sem fæst með að taka lægsta tilboði í útboði farinn út um gluggann,“ segir Rannveig Þórhallsdóttir í athugasemdarkerfi Múlaþings á Facebook.

„Á virkilega ekki að taka blandaðan úrgang fyrr en 23. janúar á Seyðisfirði? Eftir jól og áramót? Þetta er náttúrulega til skammar fyrir sveitafélagið, að þið skulið ekki gera meiri kröfur á þetta blessaða fyrirtæki sem er tekið við. Hrikaleg afturför í þjónustu,“ skrifar hún Urður Arna Ómarsdóttir um málið.

Greinilegt er að mikil óánægja er með þjónustuna og telja sumir íbúar að sveitarfélagið hafi ákveðið að spara pening með því að taka lægsta tilboði þegar verkið var boðið út. Það sé nú byrjað að bíta íbúa í rassinn. Þá gera nokkrir íbúar kröfu á að fá sorphirðugjöld 2024 endurgreitt í ljós þess að þeir fengu litla sem enga þjónustu, að þeirra mati.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -